Samkvæmt forníslensku máltæki hefur það aldrei þótt sérlega eftirsóknarvert að láta tala við sig með tveimur hrútshornum. Þá er nefnilega stutt í skammirnar. En mig langar nú samt að tala við þig með hrútshornum tveim. Mig langar að bjóða þig velkominn heim, þar sem nútíð og fortíð fléttast saman í tiltekinni gerð af höfuðfati. HRÚTAHÚFU.
Hvers vegna Hrútahúfur
Kannski langaði mig að minna á að saga sauðkindarinnar hér á landi er jafngömul sögu Íslendingsins. Kannski langaði mig að rifja það upp að Íslendingar hefðu aldrei lifað af harðærin án blessaðrar sauðkindarinnar. Nú annars er kannski líklegast að mig hafa bara langað að hanna húfu sem tæki mið af sterkum og göfugum formum íslenska hrútsins en fæli jafnframt í sér ullarmýkt íslensku sauðkindarinnar. Kannski langaði mig með handverkinu að segja 1100 ára sögu sem jafnframt bæri keim af 21. öldinni.
Nánar um Hrútahúfurnar
Horn sumra húfanna eru útprjónuð með íslensku lopapeysumunstri og jafnvel ísett skrauti. Þannig tvinnast saman náttúran, hefðin og nútíminn. Húfurnar eru allar handgerðar úr íslenskri ull og hornin fyllt með ullarkembu.
Húfurnar eru til sölu í verslununum Kraum og Kirsuberjatrénu og hafa viðtökur verið frábærar.